Hvað eru Skólalausnir?
Einfaldar lausnir við flóknum vandamálum
Stofnendur Skólalausna eiga það allir sameiginlegt að hafa unnið í fjölda ára í grunnskóla. Þar hafa oftar en ekki þurft að glíma við ýmis vandamál sem tengjast skráningu, yfirsýn og fleira. Það var því ákveðið að stofna fyrirtæki sem gæti mögulega mætt þessum vandamálum með einföldum lausnum. Fyrsta verkefnið var snjallforritið Læsir sem hefur nú litið dagsins ljós og mun vonandi hjálpa bæði kennurum og foreldrum að halda betur utan um heimalesturinn.
Læsir
Einfaldara skráningarkerfi fyrir heimalestur barna.
Einföld skráning
Í snjallforritinu er hægt á einfaldan máta að skrá lestur barna, bók og dagsetningu. Lögð var áhersla á að hafa það einfalt og fljótlegt.
Betri yfirsýn
Skráningar koma inn í stjórnkerfi kennarans og hefur hann því góða yfirsýn yfir hve lengi barnið hefur lesið, hvaða daga og hvaða bók. Þá er auðvelt að sjá bæði meðaltal og setja ákveðið lestrarviðmið.
Bókahillan mín
Bókahillan mín er hluti af snjallforritinu en þar koma inn allar bækur sem nemandinn hefur lesið. Þar er einnig hægt að sjá vinsældarlista yfir bæði þær bækur sem jafnaldrar lesa mest og hvaða bækur eru vinsælastar á landinu.
Stjórnendur
Yfirsýn yfir heimalestur allra bekkja í skólanum.
Stjórnendur hafa yfirsýn yfir alla bekki í skólanum og geta auðveldlega fylgst með framvindu lestrar í hverjum bekk. Þá geta þeir einnig sett ákveðin lestrarviðmið í samvinnu við kennarana til að samræma betur heildarmarkmið skólans. Upplýsingar um heimalesturinn koma inn í rauntíma og því auðvelt að sjá áhrif t.d. lestrarátaks eða annarra inngripa í skólastarfinu. Þetta gerir einnig yfirstjórn skólamála í hverju sveitarfélagi fyrir sig auðveldara fyrir að sjá hver staða heimalesturs er á hverju svæði.
Kennarar
Yfirsýn yfir heimalestur allra nemenda bekkjarins.
Um leið og foreldri er búið að skrá inn heimalestur barns þá birtast upplýsingarnar í stjórnkerfi kennarans. Þar getur hann séð strax hverjir hafa lokið við heimalesturinn og náð því viðmiði sem skólinn setur í tíma. Kennarinn getur einnig séð meðaltíma og fjölda skipta bæði í vikunni og mánuði. Þá er einnig hægt að smella á hvern nemanda fyrir sig og sjá hvernig hann hefur lesið heima. Með þessu móti er auðvelt að grípa inn í snemma og veita nemandanum þá aðstoð sem hann þarf.